Efsta stig breytti út frá hefðbundinni stundatöflu og hélt þemadagana Vallaland.
Nemendur 7.- 10. árgangs blönduðust í „lönd“ þar sem þau bjuggu meðal annars til sitt eigið hagkerfi, lög og reglur og báru ábyrgð á að þemaskreyta löndin sín vel og vandlega.
Mikil hugmyndauðgi einkenndi þemadagana og augljóst að hér er hæfileikafólk á ferð.