Dagskrá skólaslita í 10. bekk hófst að venju með ávarpi skólastjóra Vallaskóla, Guðbjarts Ólasonar.
Í ár sem er 17. starfsár Vallaskóla voru útskrifaðir 66 nemendur. Einnig voru kvaddir fastráðnir starfsmenn; þau Guðmundur Baldursson, Pétur Önund Andrésson, Ástrós Rún Sigurðardóttir og Magneu Bjarnadóttur. Fengu þau viðurkenningu fyrir farsælan starfsferil. Dagskrárstjórn var í umsjón Þorvalds H. Gunnarssonar, aðstoðarskólastjóra.
Viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur í námi.
Við óskum útskriftarnemum innilega til hamingju og óskum þeim velfarnaðar í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.
Nú vorar og sólþýðir vindar blása. Úr vetrarins dróma raknar. Nú yngist heimur og endurfæðist, og æskuglaður hann vaknar. Stefán frá Hvítadal