Útskrift nemenda 10. bekkjar Vallaskóla fór fram við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans miðvikudaginn 9. júní.
Að þessu sinni voru 56 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk og einnig 1 nemandi úr 9. bekk.
Veitt voru verðlaun fyrir góðan og eftirtektarverðan árangur í námi, foreldrar fengu viðurkenningu fyrir óeigingjarnt og öflugt starf í ferðanefnd, og Bára okkar kvödd eftir 9 ár í starfi.
Skemmtiatriðin voru glæsileg að vanda en að þessu sinni fluttu fulltrúar Vallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni ljóð og nemandi úr 9. bekk flutti lag á blokkflautu. Þá hélt formaður nemendafélagsins NEVA ávarp og fulltrúi kennara hélt kveðjuræðu til nemenda og fjölskyldna þeirra.
Við óskum nemendum og foreldrum þeirra til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu og velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni