Ágætu fjölskyldur.
Nú er 10 ára skólagöngu barna ykkar í grunnskóla að ljúka og þau tímamót er sjálfsagt að halda hátíðleg.
Skólaslit Vallaskóla verða miðvikudaginn 9. júní kl. 18.00 í íþróttahúsi Vallaskóla (gengið inn um aðalanddyri Sólvalla). Æfing vegna útskriftar verður haldin sama dag kl. 12.00 í íþróttahúsinu. Mikilvægt er að allir útskriftarnemendur mæti á æfinguna.
Athöfnin er með hátíðarblæ og því lögð áhersla á snyrtilegan klæðnað. Að þessu sinni verður ekki boðið upp á veitingar að lokinni útskrift í ljósi reglugerðar um samkomutakmarkanir.
Vegna takmarkana á samkomuhaldi má hver útskriftarnemandi taka með sér tvo aðstandendur. Aðstandendur hvers nemanda sitja hlið við hlið en 1 m er milli ótengdra aðila. Aðstandendum verður úthlutað númeruðum sætum. Við biðjum alla aðstandendur að bera grímu.
Við innganginn í íþróttasalinn eiga allir að skrá sig á sérstakan miða (nafn, kennitala og símanúmer) og eru upplýsingarnar varðveittar í tvær vikur en síðan eytt. Er það gert samkvæmt reglugerð nr. 587/2021.
Athöfninni verður streymt á facebook.
Með bestu kveðju,
Starfsfólk Vallaskóla.