Úrslit Kveiktu 2025

Úrslitakeppni Kveiktu spurningakeppni Vallaskóla fór fram í dag.  Kepptu tveir 8. bekkir til úrslita, 8. EK og 8. ÍDK. Um sögulega keppni var að ræða þar sem þetta var  í fyrsta skipti sem tveir 8. bekkir keppa til úrslita. Eftir harða og jafna keppni fór svo að 8. ÍDK bar sigur úr bítum.

Keppnislið er skipað þeim Ingimari Bjarti, Jóhanni Viðari og Arnari Loga.

Við óskum 8. ÍDK til hamingju með að vera handhafar Lampans farnandbikars Kveiktu.