Upplýsingar um skólastarf til 12. janúar og fleira

Komiði öll sæl og blessuð.

Í þessu bréfi fjöllum við um þrjú atriði:

1.    Framhald sóttvarnaaðgerða frá 10. desember 2020 til 12. janúar 2021.
2.    Litlu jólin (stofujól) 18. desember 2020.
3.    Mæting eftir jólaleyfi.

Nánar:

1.    Ríkisstjórnin samþykkti í gær varfærnar tillögur sóttvarnalæknis um breyttar aðgerðir til 12. janúar 2021. Eina breytingin sem gerð verður á skólastarfinu frá því sem verið hefur er sú að nemendur í 8.-10. bekk þurfa ekki lengur að nota grímur og 2 m fjarlægðarreglan fellur niður í þessum sama nemendahópi. Allt annað er óbreytt.

2.    Litlu jólin 18. desember nk. verða með breyttu sniði þetta skólaárið. Það verða stofujól í öllum árgöngum en ekki hátíð á sal eins og venjulega. Nemendur mæta kl. 8:10 hjá sínum umsjónarkennara í viðkomandi bekkjarstofu. Miðað er við að dagskrá sé lokið kl. 9:30 og nemendur fari þá heim á leið eða í frístund eftir því sem við á. Skólaakstur mun taka mið af þessu.

3.    Mæting nemenda eftir jólaleyfi er þriðjudaginn 5. janúar 2021 skv. stundaskrá.

Að lokum minnum við alltaf á þessi góðu skilaboð:
Ágætt er að hafa í huga að ekki er ætlast til að nemendur sem ekki deila saman rými í skólanum séu að hittast eftir að skóla lýkur. Sjá betur hér (https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40636/Samkomutakmarkanir-og-b%C3%B6rn-2.10.2020.pdf) um Samkomutakmarkanir og börn.

Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.

Kær kveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.