Af hverju er allt svona mikið ,,Tryggvi“? Nemendur í 2. bekk komust að því í gönguferð um Selfoss sem var liður í verkefninu Gullin í grenndinni.
Eins og sjá má á myndum var veðrið frábært. Nemendur fræddust um Ölfusárbrú, Tryggva Gunnarsson smið með meiru og kennileitum honum tengdum eins og Tryggvaskála, Tryggvatorg, Tryggvagarð og Tryggvagötu.