Nemendur í 2. bekk fengu skemmtilega kynningu frá Tónlistarskóla Árnesinga fyrir ekki alls löngu. Tónlistarkennararnir þau Ingibjörg, Birna og Örlygur kynntu fyrir þeim blásturshljóðfæri.
Allir fengu að spreyta sig eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Krakkarnir í 2. bekk munu fá fleiri hljóðfærakynningar á næstu vikum. Kynntir verða fjórir hljóðfæraflokkar: Tréblásturshljóðfæri, málmblásturshljóðfæri, strokhljóðfæri og blandaður flokkur, þar sem kynnt verða píanó, gítar, rytmískt nám og slagverk.
Halla, Ingunn og Kristín (umsjónarkennarar í 2. bekk).








