Á miðvikudaginn var keppti spurningaliðið okkar (þær Guðrún, Halldóra Íris og Hrafnhildur) í undanúrslitum Spurningakeppni grunnskólanna. Til að gera langa sögu stutta þá höfðu Dalvíkingar betur, naumlega þó. Þeir unnu í bráðabana, en eftir að stelpurnar í Vallaskóla höfðu leitt með 3 stigum fyrir síðustu spurninguna. Dalvíkingar náðu að vera sekúndubroti á undan okkur að svara við fyrstu vísbendingu og náðu 3 stigum og jöfnuðu. Og náðu svo að merja sigur í 6 spurningabráðabana.
Þrátt fyrir þetta erum við ákaflega stolt af okkar liði enda lenda stelpurnar í 3-4 sæti af rúmlega 60! Vonandi sjáum við svo meira til þeirra í spurningakeppnum í framtíðinni, þá næst í framhaldsskóla. Hver veit?