Kynningarfundur stjórnar Hugvaka með tenglum Vallaskóla, haldinn í matsal skólans 6. október 2008, kl. 20.00.
- 1. Formaður Hugvaka Svala Sigurgeirsdóttir býður fundargesti velkomna, ritari ásamt fulltrúum kennara í stjórn dreifa plastmöppu með kynningarefni um hlutverk tengla/bekkjarfulltrúa frá heildarsamtökum foreldra, Heimili og skóla.
- 2. Fundinum er skipt upp í þrennt þar sem formaður og ritari byrja á því, með aðstoð glæra og skjávarpa, að kynna félagið, tilgang þess, hlutverk tengla og mikilvægi þeirra í starfi foreldrafélaga. Að því búnu er boðið upp á súpu og brauð. Að lokum er gert ráð fyrir því að tenglar hverrar bekkjardeildar hittist í hópvinnu til skrafs og ráðagerða og deili með sér hugmyndum um komandi vetrarstarf.
- 3. Ýmsar spurningar voru bornar upp í kynningunni, meðal annars um foreldrarölt og tilgang þess, hvort tenglar ættu eingöngu að gegna hlutverki skemmtanastjóra eða hvort þeim væri ætlað annað og meira hlutverk. Svala formaður lagði áherslu á að tenglar hvers bekkjar kölluðu saman foreldrafund í byrjun vetrar til að kynnast innbyrðis og mynda samheldni ásamt því að skiptast á hugmyndum um skapandi starf foreldra og barna.
- 4. Góð mæting var á fundinum og augljóst að nemendur Vallaskóla eiga marga virka, kraftmikla og jákvæða foreldra. Stjórn Hugvaka lýsir yfir sérstakri ánægju með þennan fund og telur mjög mikilvægt að halda hans eins snemma og mögulegt er á hverju hausti og að vel sé til hans boðað, bæði með tölvupósti og símleiðis.
Fundi slitið klukkan 21.20,
Jón Özur Snorrason, ritari.
Kynningarfundur stjórnar Hugvaka með tenglum Vallaskóla, haldinn í matsal skólans 6. október 2008, kl. 20.00.
- 1. Formaður Hugvaka Svala Sigurgeirsdóttir býður fundargesti velkomna, ritari ásamt fulltrúum kennara í stjórn dreifa plastmöppu með kynningarefni um hlutverk tengla/bekkjarfulltrúa frá heildarsamtökum foreldra, Heimili og skóla.
- 2. Fundinum er skipt upp í þrennt þar sem formaður og ritari byrja á því, með aðstoð glæra og skjávarpa, að kynna félagið, tilgang þess, hlutverk tengla og mikilvægi þeirra í starfi foreldrafélaga. Að því búnu er boðið upp á súpu og brauð. Að lokum er gert ráð fyrir því að tenglar hverrar bekkjardeildar hittist í hópvinnu til skrafs og ráðagerða og deili með sér hugmyndum um komandi vetrarstarf.
- 3. Ýmsar spurningar voru bornar upp í kynningunni, meðal annars um foreldrarölt og tilgang þess, hvort tenglar ættu eingöngu að gegna hlutverki skemmtanastjóra eða hvort þeim væri ætlað annað og meira hlutverk. Svala formaður lagði áherslu á að tenglar hvers bekkjar kölluðu saman foreldrafund í byrjun vetrar til að kynnast innbyrðis og mynda samheldni ásamt því að skiptast á hugmyndum um skapandi starf foreldra og barna.
- 4. Góð mæting var á fundinum og augljóst að nemendur Vallaskóla eiga marga virka, kraftmikla og jákvæða foreldra. Stjórn Hugvaka lýsir yfir sérstakri ánægju með þennan fund og telur mjög mikilvægt að halda hans eins snemma og mögulegt er á hverju hausti og að vel sé til hans boðað, bæði með tölvupósti og símleiðis.
Fundi slitið klukkan 21.20,
Jón Özur Snorrason, ritari.