Suðurlandsmót grunnskóla í skák fór fram mánudaginn 1. mars, í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum, þar sem sveit Vallaskóla landaði silfri.
Mótið er sveitakeppni fyrir grunnskóla á Suðurlandi. Að þessu sinni var þátttaka í mótinu með allra besta móti en tæplega 100 keppendur tóku þátt fyrir hönd 7 grunnskóla.
Teflt var í tveimur flokkum. Annars vegar í 1.-7. bekk og hins vegar í 8.-10. bekk og voru 4 nemendur í hverri sveit.
Gauti Páll Jónsson, fulltrúi Skáksambands Íslands, var mótsstjóri.
Það tóku 17 sveitir þátt í yngri flokknum, 1.-7. b., og þ.á.m. sveit frá Vallaskóla. Eftir tvísýna keppni fór svo að Flúðaskóli a-sveit sigraði með 18 v. og því næst kom Vallaskóli með 17 v. Grunnskólinn Hellu átti sigursveitina í eldri flokki.
Sveit Vallaskóla skipuðu: Guðbergur Ágústsson (7.b.),Magnús Tryggvi Birgisson(4.b.), Þórður Már Steinarsson (7.b.) og Sindri Snær Gunnarsson( 7.b.).
Mótið var skemmtilegt og teflt við frábærar aðstæður á Flúðum. Strákarnir stóðu sig allir vel og munaði hársbreidd að þeir tækju gullið.
Björgvin Smári, kennari við Vallaskóla