Í gær fór fram úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar milli skólanna í Sveitarfélaginu Árborg. Var hún haldin í hátíðarsal Stekkjaskóla við mikla viðhöfn. Vallaskóli átti þar fjóra fulltrúa. Þeir stóðu sig allir með prýði. Reyndar svo vel að fulltrúar okkar lentu í þremur efstu sætunum. Arnar Bent Brynjarsson hampaði 1. sætinu, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir varð í 2. sæti og Árný Yngvarsdóttir landaði því 3.. Óskum við fulltrúum okkar til hamingju með þennan árangur.
