Minnum á kaffisölu og kökubasar nemenda í 10. bekk á foreldradaginn 20. nóvember nk. til styrktar skólaferðalagi þeirra í vor.
Langar þig í vöfflu með rjóma og/eða viltu kaupa köku? Fjáröflun vegna útskriftarferðar nemenda í 10. bekk á FORELDRADEGINUM föstudaginn 20. nóvember næstkomandi
Ilmandi vöfflur og heitt súkkulaði á boðstólum
Verð kr. 500 með kaffi eða heitu súkkulaði
Heitt súkkulaði eða kaffi án vöfflu kr. 250 (ábót innifalin)
Að loknu foreldraviðtali er kjörið að setjast niður og fá sér hressingu. Veitingasalan fer fram í aðalanddyri, í sal mötuneytisins, Austurrými og í Valhöll. Leitið hana uppi.
Ef svo óheppilega vill til að þið séuð á hraðferð þá örvæntið ekki því við verðum með kökubasar á staðnum líka. Upplagt að verðlauna börnin með gómsætu bakkelsi. Verð frá kr. 1.000-3.500.
Við tökum því miður ekki við greiðslukortum. Munið að taka með reiðufé.