Vallaskóli var gestgjafi lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Árborg í ár.
Tíu nemendur tóku þátt frá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla.
Eftir vandaðan og flottan flutning allra þátttakenda var niðurstaða dómnefndar sú að Halldór Steinar Benjamínsson, Vallaskóla, væri sigurvegari. Í öðru sæti var Úlfur Darri V. Sigurðsson, Vallaskóla, og Hildur Eva Bragadóttir, Sunnulækjarskóla, varð í þriðja sæti.
Hljómsveitin Dýrð sá um tónlistarflutning en hljómsveitin varð til í samvali Vallaskóla og Sunnulækjaraskóla.





