Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var sett með viðeigandi athöfn 20. nóvember sl. Þar var Trausti Steinsson kennari, og þýðandi, með hugvekju um Jónas Hallgrímsson, en venjulega hefst keppnin á degi íslenskrar tungu sem er 16. nóvember, en það var laugardagur að þessu sinni. Birgir og Már umsjónarkennarar 7. bekkjanna fengu afhent veggspjöld Stóru upplestrarkeppninnar og ræddu um mikilvægi lesturs. Krakkarnir stóðu sig að sjálfsögðu með sóma. Eftir athöfnina fóru allir nemendur í 7. bekk beint í talkórsæfingu þar sem Grettisljóð voru lesin upp!

Stóra upplestrarkeppnin er okkur mikilvæg í grunnskólastarfinu. Keppnin snýst fyrst og fremst um keppni við sjálfan sig en nemendur þjálfa sig í vönduðum upplestri, um leið og lestur sem slíkur leikur aðalhlutverkið. Keppnin, sem er frekar eins konar hátíð, ýtir undir skilning nemenda á gildi lesturs en ekki síst á mikilvægi þess að kunna að koma fram. Það er hæfni sem skiptir máli til framtíðar.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Sigurvegarar upplestrarkeppninnar frá því í fyrra lásu upp. Hér má sjá Karolinu Konieczna í 8. MA.

 

 

[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Trausti Steinsson les upp fyrir nemendur í árgangi 2001.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]