Stóra upplestrarkeppnin

Á dögunum fór fram innanhússkeppni Stóru upplestrarkeppninnar hér í Vallaskóla. Keppnin er haldin fyrir nemendur 7. árgangs. Allur árgangurinn hefur æft stíft undanfaran mánuði undir handleiðslu Lindu Daggar Sveinsdóttur kennara við skólann. Áður en innanhúss keppnin fór fram, fór fram undankeppni í hverjum bekk árgangsins. Þar voru valdir fulltrúar bekkjanna í innanhússkeppnina. Upplesararnir lásu fyrir fullum sal af fólki, bæði samnemendum og foreldrum. Stóðu upplesarnir sig mjög vel. Þessir nemendur stóðu upp sem sigurvegarar í keppninnar: Arnar Bent Brynjarsson, Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Alex Bjarki Bergþórsson. Verða þessir nemendur fulltrúar okkar í Suðurlands hluta stóru upplestrarkeppninni sem fram fer á morgun, fimmtudaginn 27. mars.