Ævar vísindamaður í heimsókn
Ævar vísindamaður heimsótti miðstig og las upp úr glænýrri bók sem er að koma út í byrjun október og vann barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í fyrra. Bókin heitir Skólastjórinn og fjallar um 12 ára gamlan strák sem sækir um stöðu skólastjórans í skólanum sínum . Ævar fór á kostum og nutu nemendur upplesturs hans og spjalls við hann. […]
Foreldrar kynna störfin sín í 10. árgangi
Nokkrir foreldrar nemenda í 10. árgangi komu og kynntu störfin sín fyrir krökkunum. Er þessar kynningar hluti af námi sem kallað er Skólabragur. Það sem kynnt var í dag var m.a. að vera hárgreiðslumeistari, fjölskylduráðgjafi, framkvæmdastjóri, bólstrari og kvikmyndagerðamaður. Góður rómur var kveðinn af kynningunum og nemendur hlustuðu af athygli. Takk fyrir þið foreldrar sem […]
Skólahlaup ÍSÍ
Síðast liðinn miðvikudag fór Skólahlaup ÍSÍ fram með pompi og prakt. Hlaupin var ákveðin leið og að lágmarki átti að hlaupa 2,5 km. Gleðin réð ríkjum og þeir voru ansi margir kílómetrarnir sem nemendur okkar lögðu að baki. Erum við stolt af þeirra dugnaði og elju. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
