Gjöf frá Slysavarnarfélaginu Tryggva
Nemendur 1. – 4. árgangs fengu góða gjöf á dögunum en þá komu fulltrúar frá slysavarnafélaginu Tryggva færandi hendi. Allir nemendur fengu að gjöf endurskinsmerki og ekki vanþörf á í skammdeginu sem nú hellist yfir. Á myndinni má sjá fulltrúa frá slysavarnafélaginu ásamt Guðrúnu Jóhannsdóttur, deildarstjóra yngri deildar við Vallaskóla.
Hrekkjavaka
Skólinn okkar hefur verið skreyttur í hrekkjuvökustíl. Nemendur hafa verið duglegir að skella upp allskonar myndum og skreytingum sem tengjast deginum. Á morgun verður uppbrot fyrir nemendur í tengslum við þessa skemmtilegur hefð.
Nemendur í 1. bekk fá afhent endurskinsvesti
Foreldrafélag Vallaskóla afhenti börnum í 1. bekk endurskinsvesti með nöfnum þeirra á. Lögreglumenn frá Samfélagslöggu Suðurlands komu í skólann þegar nemendur fengu vestin afhend og fóru yfir hversu mikilvægt það er að sjást vel í umferðinni.
Bleikur dagur
Næstkomandi miðvikudag, 23. október verður bleikur dagur í Vallaskóla eins og alls staðar annar staðar á landinu.
Slæmi hárdagurinn
Slæmi hárdagurinn vakti mikla gleði í dag. Nemendur sýndu mikinn frumleika við hárgreiðslur. Myndasafnið sem fylgir sýnir nokkur dæmi.