Allar bekkjamyndir tilbúnar
Nú eru bekkjamyndir í 10. bekk tilbúnar hjá Filmverki og minnt á að bekkjaljósmyndir af 1. og 5. bekk eru einnig tilbúnar. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að nálgast myndirnar í Filmverki við Austurveg og greitt er fyrir myndirnar þar.
Skólaslit 2012-2013
,,Skólinn – og þá ekki síst – grunnskólinn er ein mikilvægasta stofnun þjóðfélagsins“. Þannig hljómaði upphaf ræðu Guðbjarts Ólasonar skólastjóra Vallaskóla við útskrift nemenda í 10. bekk, að viðstöddum forráðamönnum þeirra, föstudaginn 7. júní sl. Það var hverju orði sannara þegar litið var yfir fríðan og prúðbúinn hóp nemenda í íþróttasalnum sem nú kvaddi skólann. Ellefta …
Sumarfrí á skrifstofunni
Eftir 14. júní er ritari kominn í sumarfrí. Skrifstofan opnar aftur 6. ágúst kl. 8.00. Skólastjórnendur verða áfram við störf.
Starfsdagur
Í dag, þriðjudaginn 11. júní, er starfsdagur.
Foreldrabréf að vori
Hér má nálgast foreldrabréf yngri og eldri deildar að vori 2012-2013. Foreldrabréf eldri deildar að vori Foreldrabréf yngri deildar að vori