Dagur íslenskrar tungu og tónlistar í eina sæng
Nemendur og starfsmenn Vallaskóla héldu dag íslenskrar tungu og tónlistar sameiginlegan og hátíðlegan miðvikudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Þá var sett upp flott dagskrá í íþróttasal skólans þar sem nemendur og starfsfólk komu saman. Dagskráin hófst á ljóðaflutningi þeirra Halldórs og Úlfs úr 8. árgangi en þeir sigruðu Stóru upplestrarkeppnina á síðasta skólaári. Því næst steig …
Gjafir frá foreldrafélaginu
Jólin komu snemma í Vallaskóla í ár en á dögunum kom stjórn Foreldrafélags Vallaskóla færandi hendi með gjafir til nemenda. Stjórnin fjárfesti í tæknibúnaði sem nýtist nemendum á skemmtunum, uppákomum og víðar. Einnig færði stjórnin Vallaskóla upptökutæki fyrir hlaðvarpsþætti og en slík tæki eru talsvert notuð í verkefnaskilum nemenda. Nemendur og starfsfólk Vallaskóla færa stjórn …
Skjálftinn – Vallaskóli sigurvegari
Síðastliðinn laugardag, þann 23. nóvember, tóku nemendur úr unglingadeild Vallaskóla þátt í Skjálftanum sem er árleg hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna. Fór hún fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn að þessu sinni en þetta er í fjórða sinn sem hann er haldinn. Atriði Vallaskóla fjallaði um heimilisofbeldi, brotna sjálfsmynd og afleiðingar þess. Vallaskóli lenti í fyrsta sæti í …
Skertur dagur
Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla. Fimmtudaginn 21. nóvember, er skertur dagur samkvæmt skóladagatali. Kennsla hættir kl. 12:00 og nemendur í 5.-10. árgangi sendir heim. Foreldrar eru því beðnir um að gera ráðstafanir vegna þessa. Boðið verður upp á gæslu fyrir nemendur í 1.-4. árgangi. Sú gæsla er frá kl. 12:00 þar til frístundastarfið hefst kl. 13:00. …