Dagur íslenskrar tungu
Setningu Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Vallaskóla á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Eldri borgarar komu í heimsókn og lásu upp fyrir nemendur í 1.-4. bekk og nemendur í 5. bekk fengu heimsókn frá Hallveigu Thorlacius rithöfundi. Enn fremur var Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk sett formlega.
Kakófundur
Kakófundur Samborgar í Sunnulækjarskóla í kvöld, mánudaginn 14. nóvember kl 20:00. Sólveig Norðfjörð sálfræðingur ætlar að fjalla um bætt samskipti á heimilum og leiðir til að takast á við krefjandi hegðun barna og unglinga.
Fundargerð skólaráðs
Fundargerð Skólaráðs Vallaskóla frá 2. nóvember sl. er komin á vefinn, sjá hér.