Kennsla hefst eftir jólafrí
Kennt samkvæmt stundastkrá.
Matseðill í janúar 2018
Matseðill janúarmánaðar er nú til reiðu á heimasíðunni, sjá hér.
Starfsdagur
Í dag, þriðjudaginn 2. janúar 2018, er starfsdagur hjá starfsfólki skólans. Opið er á skólavistun fyrir þá sem eru skráðir þar.
Gleðilega hátíð
Eins og flestir vita þá eru litlu jólin ómissandi viðburður í sérhverjum skóla. Árið í ár var auðvitað engin undantekning á því en litlu jólin voru haldin haldin í öllum árgöngum samkvæmt fyrirliggjandi hefð. Jólaleyfið hófst svo 20. desember en nemendur koma aftur í skólann 3. janúar 2018. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.
Spennandi forstöðumannsstaða við frístundaheimilið Bifröst
Hjá Vallaskóla á Selfossi er laus 100% staða forstöðumanns við frístundaheimilið Bifröst. Á Bifröst eru skráðir að jafnaði um 150 nemendur. Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi með háskólamenntun sem gagnast í starfi.