Útskriftarferð 10. árgangs
Í síðustu viku fór 10. árgangur í útskriftarferð sem þau hafa safnað fyrir í allan vetur. Um var að ræða tveggja daga ferð og gist var í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Ferðin heppnaðist í alla staði vel. Það sem krakkarnir höfðu fyrir stafni fyrir utan góða samveru var litbolti, hópeflisleikir, útrás í Adrealín garðinum og […]
Læsi fyrir lífið – Sprotasjóður
Á vordögum fékk Vallaskóli úthlutað styrk úr Sprotasjóði að upphæð 2.000.000,- kr. en Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn og framhaldsskóla sem styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá. Sótt var um styrk fyrir þróunarverkefnið Læsi fyrir lífið sem miðar að því að efla læsiskennslu á mið- og […]
Þrívíddarlist
Nokkrir nemendur á miðstigi hafa verið að vinna þrívíddar listaverk í vali hönnun og smíði. Hér gefur að líta nokkur af verkum þeirra.
Hjóladagur hjá 2. árgangi
Í síðustu viku var hjóladagur í 2. árgangi og mættu nemendur með reiðskjóta af ýmsum stærðum og gerðum. Þó veður hafi verið vott í upphafi rættist fljótt úr og aðstæður til hjólreiða urðu hinar ágætustu. Lögreglan sá um að setja upp hjólabrautir og leiðbeina krökkunum varðandi stillingu á hjálmum. Lögreglan skoðaði líka ástand hjóla krakkanna […]
Gullin í grendinni
Í rúman áratug hafa tveir yngstu árgangar Vallaskóla verið í samstarfsverkefni með tveimur elstu árgöngum Álfheima sem ber heitið Gullin í grendinni. Markmið verkefnisins er að auka samvinnu og samskipti skólastiganna auk þess að ýta undir útikennslu. 1. árgangur hittir yngri hópinn og 2. árgangur þann elsta 1x í mánuði, þó ekki á sama tíma, […]
