Sumarleyfi
Skrifstofa skólans lokar 20. júní. Skrifstofa skólans opnar á ný 5. ágúst. Starfsfólk skólans óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars.
Útskrift 10. árgangs
Útskrift 10. árgangs fór fram síðastliðinn föstudag. Prúðbúnir og spenntir nemendur mættu í skólann sinn í síðasta skipti með foreldrum sínum og ættingjum og tóku við vitnisburði sínum. Nokkrar tilfinningaþrungnar ræður voru haldnar við þetta tilefni og svo fengu gestir að hlýða á stórkostleg tónlistaratriði. Góður dagur í alla staði sem endaði á kökuhlaðborði. Við […]
Vorhátíð Vallaskóla
Hefð er fyrir vorhátíð síðasta kennsludag.Brallað hefur verið ýmislegt í dag. Unglingadeildin hélt Valló got a talent þar sem margt skemmtilegt var sýnt. Yngri stigin tvö voru stöðvaverkefnum bæði inni og út. Allir skemmtu sér vel og nutu samverunnar. Endað var á pylsuveislu og tólístarjammi.
Skólaslit og útskrift
Nú eru Vordagar hafnir í Vallaskóla. Árgangar hafa skipulagt allskyns skemmtilega hluti þessa dagana en veðrið hefur aðeins verið að stríða okkur í skipulaginu. Fimmtudaginn 5. júní höldum við vorhátíð og grillum pylsur frá kl. 11:30. Skólabíll gengur samkvæmt áætlun. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir. Skólaslit og útskrift fara fram föstudaginn 6. júní 2025. Dagskráin […]
Vallaleikarnir
Síðustu dagana fyrir skólaslit er kennslan brotin upp hjá okkur. Í unglingadeild og 7. árgangi eru Vallaleikar haldnir og ná þeir yfir þrjá daga. Nemendur að leysa ýmsar þrautir og eru í leikjum. Fram undan er svo skotboltamót sem endar á því að sigurliðið keppir meistaralið kennara. Fimmtudaginn verður svo Valló got talent þar sem […]
