Náms- og starfsráðgjöf

Olga Sveinbjörnsdóttir
olgas@vallaskoli.is
480 5814

Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir
birna.adalheidur@vallaskoli.is

480 5859

Guðný María Sigurbjörnsdóttir
  gudnyms@vallaskoli.is
 480 5826

 

 

 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, bæði þau er varða námið og eins í persónulegum málum. Veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi með forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans, s.s. hjúkrunarfræðingum og skólasálfræðingi og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnaskyldu um einkamál þeirra að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Helstu verkefni námsráðgjafa eru:

  • Að annast starfskynningar nemenda á unglingastigi.
  • Að veita ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda.
  • Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við náms- og starfsáætlun skólans.
  • Að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra s.s. starfsmenn skólaskrifstofu og félagsmiðstöðva.
  • Að veita persónuleg ráðgjöf við nemendur vegna ýmissa vandamála svo sem námsörðugleika, prófkvíða, frestunaráráttu, eineltis og annarra samskiptamála.
  • Að sitja í ýmsum ráðum sem fjalla um velferð nemenda svo sem nemendaverndarráði, áfallaráði og eineltisteymi skólans.
  • Að vísa einstökum nemendum til sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar í ljós koma vandamál sem falla utan starfssviðs námsráðgjafa.
  • Að sinna hópráðgjöf og fræðslu í stærri eða smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum t.d. náms- og starfsfræðslu, námstækni og samskiptamála.
  • Nemendum og foreldrum/forráðamönnum eru velkomin að leita til náms- og starfsráðgjafa. Foreldrar/forráðamenn geta pantað tíma í síma 480-5859/480-5800 eða með tölvupósti.

 

Bóka viðtal

Nemendur og/eða forráðamenn geta bókað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa með því að koma við, hringja eða senda tölvupóst. Einnig geta kennarar/starfsfólk skólans aðstoðað nemendur við að bóka viðtal.

Náms- og starfsfræðsla

Náms- og starfsfræðsla er unnin í samstarfi við umsjónarkennara og er fléttuð inn í lífleikniáætlun skólans. Sjá: Heildaryfirlit 1.-10. bekkur.

Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendu í 10. bekk við skipulagningu og úrvinnslu starfskynninga, veitir upplýsingar um framhaldsskóla, nám og störf í atvinnulífinu. Öllum nemendum 10. bekkja er boðið upp á að taka rafræna áhugasviðskönnun Bendil 1.

Lögð er áhersla á að nemendur finni styrkleika sína, geri sér grein fyrir gildismati sínu og færni.

Persónuleg ráðgjöf

Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum, kennurum og foreldrum/forráðamönnum ýmisskonar stuðning og ráðgjöf sem miðar að því að nemandi/nemendur nái settu markmiði og að skólagangan nýtist sem best.

Ýmis persónuleg mál nemenda svo sem námsleg staða, félagsleg- og/eða tilfinningaleg vandamál, geta valdið þeim erfiðleikum í skólagöngunni. Þar miðar aðstoð náms- og starfsráðgjafa að því að hjálpa nemendum að finna viðeigandi lausnir.

Hópráðgjöf og fræðsla

Náms- starfsráðgjafi veitir fræðslu í minni og stærri hópum þar sem unnið er að ýmsum verkefnum. Þetta geta verið málefni er snerta náms- og starfsval, námstækni, sjálfstyrkingu, samskiptavanda, markmiðssetningu o.fl.

Námstækni

Góðar vinnuvenjur leggja grunn að velgengni í námi og starfi. Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að kynna fyrir nemendum þær vinnuaðferðir sem geta gagnast til að ná bættum árangri í náminu. Þetta getur m.a. falist í :

  • að skoða og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur
  • að skipuleggja námið sitt og frítíma
  • minnistækni
  • glósutækni og lestraraðferðir
  • að huga að prófundirbúningi og próftöku
  • að setja sér markmið

 

Kynningarefni og skýrslur