Stjórnarfundur Hugvaka, haldinn í Vallaskóla, 4. maí 2009, kl. 17.00.
Mætt eru: Svala Sigurgeirsdóttir formaður, Bryndís Klara gjaldkeri, Jón Özur ritari, Alma Oddsdóttir í varastjórn, Gunnhildur Stella og Dagbjört Eiríksdóttir, fulltrúar kennara. Eftirfarandi var rætt á fundinum:
- 1. Ákveðið er að halda aðalfund Hugvaka 27. maí 2009 næstkomandi í Austurrými Vallaskóla. Drög að dagskrá rædd og er vilji til þess að fá einhvern fulltrúa úr ráðandi meirihluta Árborgar til að ræða um ástand og horfur í skólamálum sveitarfélagsins.
- 2. Umræða um breytingar á lögum Hugvaka. Meðal annars með hliðsjón af nýjum grunnskólalögum, einkum 9. gr. laganna, mun stjórn Hugvaka leggja það til á komandi aðalfundi 27. maí 2009 að foreldra- og kennarafélaginu Hugvaka verði breytt í foreldrafélagið Hugvaka. Fundarmenn bera saman lagatextann og tillögur að orðalagsbreytingum.
- 3. Ákveðið að senda aðalfundarboð til foreldra með lagabreytingum og bréf til bekkjartengla sem hvetur þá til að koma með brauð og kökur á aðalfund.
- 4. Einnig er ákveðið að senda bréf í tölvupósti þar sem auglýst er eftir foreldrum í stjórn. Gunnhildur og Dagbjört taka það að sér í gegnum aðgang þeirra að Mentor.
- 5. Rætt um komandi vorhátíð Vallaskóla sem er dagsett 3. júní. Hefð er fyrir því að foreldrafélagið útvegi hoppukastala fyrir yngstu nemendur, skólayfirvöld skaffa pylsur með öllu en stjórn foreldrafélags með aðstoð tengla útvegar grill og grillar ofan í nemendur, kennara og foreldra.
Fundi slitið klukkan 18.40,
Jón Özur Snorrason, ritari.