Stjórnarfundur 27. janúar 2009

Stjórnarfundur Hugvaka, haldinn í Vallaskóla, 27. janúar 2009, kl. 17.00.

Mætt eru: Svala formaður, Bryndís Klara gjaldkeri, Jón Özur ritari, Gunnhildur Stella og Dagbjört Eiríksdóttir, fulltrúar kennara. Eftirfarandi var rætt á fundinum:


1. Síðasta fundargerð stjórnar HUGVAKA lesin og yfirfarin.


2. Rætt um mögulegan fyrirlestur Hafliða Kristinssonar, fjölskyldu- og hjónaráðgjafa fyrir foreldra skólabarna í febrúarmánuði. Gunnhildur Stella heldur utan um málið og er í virku sambandi við Hafliða. Gert er ráð fyrir því að fyrirlestur hans verði haldinn í samvinnu við önnur foreldrafélög í Árborg og fari fram í Sunnulækjarskóla fimmtudagskvöldið 26. febrúar, kl. 20.00. Kaffi og veitingar.


3. Umfjöllun um sameiginlegan fund formanna foreldrafélaga í Árborg frá 22. janúar. Svala segir frá. Umræðuefni þess fundar var:



  • Foreldrarölt í Árborg og samvinna suður- og norðurbyggðar hvað það varðar.

  • Ályktun foreldrafélaga í Árborg um fríar máltíðir í skólum.

  • Örugg netnotkun barna og í framhaldi af því að fá SAFT-hópinn á Selfoss með fyrirlestur í 23. apríl sem foreldrafélögin þrjú munu standa að.

4. Stjórn HUGVAKA fjallar um erindi sem henni berst með óformlegum hætti og lýtur að mögulegum flutningi nemenda í 9. bekk Sunnulækjarskóla yfir í Vallaskóla. Sjá sérstaka umsögn hér neðan sem stjórn HUGVAKA sendi á viðkomandi aðila.


Fundi slitið klukkan 18.40,


Jón Özur Snorrason, ritari.


Umsögn foreldrafélags Vallaskóla um fram komna tillögu er varðar 7. og 8. bekk Sunnulækjarskóla.


Tilaga frá starfshópi vegna stefnumótunar um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja er eftirfarandi:

Nemendur úr skólahverfi Sunnulækjarskóla ljúki tveimur síðustu bekkjum grunnskólans í Vallaskóla, og flytjist í Vallaskóla við upphaf 9. bekkjar. Taki gildi haustið 2009.



  • 5. Stjórn HUGVAKA fjallar um erindi sem henni berst með óformlegum hætti og lýtur að mögulegum flutningi nemenda í 9. bekk Sunnulækjarskóla yfir í Vallaskóla. HUGVAKI lýsir yfir óánægju sinni með alla þætti þessa máls. Andstaða foreldra barna og foreldrafélags í Sunnulækjarskóla er mikil og styður stjórn HUGVAKA foreldra í þeirri baráttu. Mikilvægt er að allar ákvarðanir sem teknar eru í skólamálum séu faglegar og teknar á yfirvegaðan hátt og í samvinnu við alla sem að málinu koma. Stjórnin leggur áherslu á að vandi Sunnulækjarskóla sé leystur innan skólans en ekki færður yfir í Vallaskóla. Stjórn Hugvaka biður fólk að minnast þeirra áfalla sem börn á Suðurlandi hafa þurft að fást við á liðnu ári og telur m.t.t.þ. flutning úr einum skóla í annan ekki ásættanlegan.

Með hliðsjón af greinargerð um uppbyggingu skólamannvirkja í Árborg frá 8. desember 2008 og fundargerð skólanefndar grunnskóla Árborgar frá 9. janúar síðastliðnum, þar sem óskað er eftir umsögnum ýmissa félaga og ráða í skólamálum á svæðinu um framkomnar tillögur 1 og 2 til lausnar á þessu máli, er það niðurstaða stjórnar HUGVAKA að af tveimur slæmum kostum hugnast okkur betur tillaga 2 en tillaga 1.


Tillagan var tekin fyrir og afgreidd á fundi HUGVAKA 27. janúar 2009.


Svala Sigurgeirsdóttir formaður


Jón Özur ritari


Bryndís Klara gjaldkeri


Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir fulltrúi kennara


Dagbjört Eiríksdóttir fulltrúi kennara