Stærðfræðikeppnin Pangea

Þrír nemendur úr Vallaskóla komust í úrslit Pangea stærðfræðkeppni, Þau Álfrún Diljá Kristínardóttir, Davíð Fannar Guðmundsson og Steinrún Dalía Gísladóttir.  Af þessum þremur náði Steinrún bestum árangri en hún lenti í 10. sæti á landsvísu.

Pangea er árleg stærðfræðikeppni sem haldin er fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. Í ár tóku 3783 nemendur þátt í keppninni. Þar af komust 119 í úrslit.

Þetta er frábær árangur hjá okkar fólki og óskum við þeim innilega til hamingju með þetta.