Staðfest C-19 smit hjá nemanda í 4. bekk Vallaskóla

Kæru fjölskyldur nemenda í Vallaskóla. (Þetta bréf er sent forráðamönnum í tölvupósti á Mentor).

Í gærkvöldi, miðvikudaginn 21. apríl, fengum við staðfestingu á því að einn nemandi okkar í 4. bekk væri smitaður af C-19.

Nemandinn mætti í skólann í gærmorgun kl. 8:10 einkennalaus og blandaðist við nemendur í tveimur list- og verkgreinahópum í 4. bekk. Staðfestur grunur um smit var þó ekki ljós fyrr en forráðamaður hafði samband við skólann 50 mínútum síðar. Var nemandinn þá umsvifalaust sendur heim.

Að endingu staðfestist að viðkomandi nemandi væri smitaður. Það var seint í gærkvöldi. Fór þá skólastjóri yfir stöðuna með smitrakningarteymi sóttvarnalæknis. Upplýsingum var því næst komið áleiðis til forráðamanna þeirra barna og starfsmanna sem höfðu mögulega verið útsettir fyrir smiti á sama stað og á sama tíma. Um er að ræða 12 nemendur og 3 starfsmenn skólans.

Staðan núna er sú að aðeins þessir nemendur og starfsmenn, 15 einstaklingar alls, eru komnir í sóttkví. Aðrir eiga ekki að fara í sóttkví að höfðu samráði við smitrakningarteymi.

Skólastarf föstudaginn 23. apríl

Þetta atvik, þó óheppilegt sé, mun hafa áhrif á skólastarfið en einhver skerðing verður hjá nemendum á miðstigi og efsta stigi. Kennt verður þó að mestu skv. stundaskrá á morgun, föstudaginn 23. apríl. 

Sótthreinsun

Skólabyggingar verða allar sótthreinsaðar áður en skóli byrjar á morgun og við förum yfir á stig sóttvarnahólfa öryggisins vegna þennan eina dag.

Sóttvarnahólf

Sóttvarnahólf skólans eru 5 talsins með tilheyrandi árgöngum og skipulagi. Starfsfólk og nemendur mega ekki fara á milli hólfa enda eru hólfin lokuð. Foreldrar eða aðrir utanaðkomandi mega ekki koma inn í skólabyggingar.

  • Hólf 1: Valhöll/Bifröst, 1.-2. bekkur. Sérinngangar eru í Valhöll og Bifröst. Matur verður afgreiddur í Bifröst.
  • Hólf 2: Stofur Ú4 og Ú5, 3. bekkur. Sérinngangar sem nota skal eru við Ú4 og Ú5. Matur verður afgreiddur inn í stofur.
  • Hólf 3: Vesturgangur á Sólvöllum, ásamt stofunum Ú1, Ú2, Ú3. Nota skal við vesturinngang. Óljóst verður um matarafgreiðslu.
  • Hólf 4: Miðgangur og aðalanddyri á Sólvöllum. 7. bekkur. Nota skal inngang í aðalanddyri. Norðurinngangur við eldhús verður lokaður. Óljóst verður um matarafgreiðslu.
  • Hólf 5: Austurrými á Sólvöllum. 8.-10. bekkur. Gengið er inn um inngang við Engjaveg. Mötuneyti lokað.

Smitgát og blöndun innan hólfa

Starfsfólk ber grímur og allir verða að gæta að sínum persónulegu smitvörnum. Þeir nemendur sem vilja nota grímur ættu að gera það. Grímur verða í boði við innganga skólans. 

Nemendur og starfsfólk innan hólfa mega blandast eins og þarf. Nemendur innan hvers hólfs verða þó að mestu hjá umsjónarkennurum sínum og í heimastofum. List- og verkgreinakennsla verður heimil í hólfi 3. Sund- og íþróttakennsla fellur niður. Bókasafn verður lokað. Skipulag frímínútna raskast.

Er einhver grunur um einkenni?

Við minnum alla á að vera á varðbergi og senda ekki nemendur í skólann sé minnsti grunur um einkenni sem benda til C-19 – sjá betur á www.covid.is .

Með samstöðukveðju.

Starfsfólk Vallaskóla.