Hjá Vallaskóla á Selfossi er laus 100% staða forstöðumanns við frístundaheimilið Bifröst. Á Bifröst eru skráðir að jafnaði um 150 nemendur. Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi með háskólamenntun sem gagnast í starfi. Á frístundaheimilinu er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Megináhersla í starfi frístundaheimilisins er fjölbreytt frístundastarf og frjáls leikur með börnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
* Umsjón og ábyrgð á starfsemi frístundaheimilisins fyrir 6-9 ára börn
* Skipulagning starfsins í samráði við starfsfólk frístundaheimilisins
* Samskipti og samstarf, m.a. við foreldra
* Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn
* Umsjón með starfsmannamálum
* Umsjón og ábyrgð með rekstri frístundaheimilisins í samráði við skólastjórnendur
Menntunar- og hæfnikröfur
* Háskólapróf á uppeldissviði; tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun
* Reynsla af starfi með börnum
* Reynsla af stjórnun er æskileg
* Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
* Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
* Áhugi á frístundastarfi
* Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi á frístundaheimili
* Færni í samskiptum
* Góð íslenskukunnátta
Starfið er laust frá 3. janúar 2018.
Umsókn, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila, sendist Þorvaldi H. Gunnarssyni, skólastjóra, thorvaldur@vallaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. janúar 2018. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum. Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.