Í dag mættu allir nemendur skólans á sal. Þar sungu þeir jólasöngva í kór við undirleik skólahljómsveitar skólans. Að loknum söngnum sýndu nemendur okkar sem unnu Skjálftann fyrir skömmu atriðið sitt við mikinn fögnuð. Ekki dró úr fögnuðinum þegar sjálfur Páll Óskar tróð upp í lokin.



















