Söngur á sal í tilefni dags gegn einelti

Allir nemendur Vallaskóla tóku þátt í söng- og dansdagskrá í tilefni Dags gegn eineltis. Ungir sem „aldnir“ nemendur hittust í íþróttasal skólans og sungu saman fjögur lög og dans var undir tónum þess síðasta. Okkar eigin skólashljómsveit lék undir en hún nefnir sig Í grænum fötum. Ekki var annað að sjá en að nemendur hefðu gaman af.

Fleiri myndir og myndbandsbrot er að finna á Instagram síðu Vallaskóla: www.instagram.com/vallaskoliselfossi/