Sólmyrkvinn á föstudaginn

JordinMyrkvi_1024Eins og ykkur er öllum kunnugt verður sólmyrkvi núna á föstudaginn 20. mars.  Hér er merkilegur atburður á ferð sem gæti lifað í minningunni ef skilyrði til að fylgjast með eru góð.  Sólmyrkvinn sem við upplifum hér á Íslandi er deildarmyrkvi þar sem tunglið skyggir á milli 97-99% af yfirborði sólar frá okkur séð.  Þetta er stærsti sólmyrkvi í 61 ár og enginn ætti að missa af.  Nánari upplýsingar um sólmyrkva má finna hér  http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/solmyrkvi/solmyrkvi-20.-mars-2015/
Ef veður og skýjafar verður hagstætt ætlum við að drífa nemendur út til að fylgjast með.  Þar sem þetta er frekar langt ferli, hefst klukkan 8:37 og lýkur ekki fyrr en tveimur tímum seinna, ætlum við að  fara út eftir að hann byrjar og fylgjast með þar til hann nær hámarki sem er um klukkan 9:37.  Dreift verður sérstökum gleraugum til að fylgjast með og öryggis gætt í hvívetna.

Fari svo að skilyrði séu óhagstæð og ekki sjáist til sólar förum við ekki út.  Þó er mögulegt að við gætum orðið vör við birtubreytingu og ætti Það að sjást út um gluggana.  Einnig er unnið að því að sólmyrkvinn verði í beinni vefútsendingu á Stjörnufræðivefnum, www.stjornufraedi.is eða öðrum íslenskum vefmiðli. [fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][RS]

solmyrkvinn-solmyrkvagleraugun[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]