Skype fundur milli Íslands og Danmerkur

mynd1Það ríkti svo sannarlega  mikil spenna í loftinu hjá nemendum 4. IG föstudagsmorguninn 23. janúar, á sjálfan bóndadaginn. Í samvinnu við umsjónarkennarann sinn, Ingunni Guðjónsdóttur, voru nemendur búnir að undirbúa skemmtilega uppákomu með nafnakynningu, upplestri, ljóðalestri og söng. Spenningurinn var einna helst tilkominn vegna þess að uppákoman fór fram með nútíma tækni í gegnum IPad  á Skype við bekk í danska vinabænum Silkiborg.

Tenging 4. IG við þennan ákveðna bekk er sú að dönsk stelpa að nafni Svea Ellegaard Bechmann kom í bekkinn við skólabyrjun í ágúst og var í honum fram í lok nóvember þegar hún fluttist aftur til heim til Danmerkur. Fjölskylda Sveu dvaldist hér  á Íslandi í 6 mánuði í sannkallaðri ævintýraferð og eignaðist Svea fjölmarga góða vini hér á Selfossi. Ánægjulegt var að sjá hversu vel til tókst og hvað tæknin getur auðveldlega fært okkur nær hvort öðru og styrkt vinabönd milli landa þó að haf og lönd skilji að.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][GJ]

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]