Á föstudaginn var skreytingadagur í Vallaskóla. Þá dunda nemendur og starfsfólk sér við að gera umhverfið okkar sem hátíðlegast og fá að launum kakó og smákökur. Mikil stemning skapast þennan dag og er þetta ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum.
Hér má sjá skreytingar sem 7. bekkur vann að, meðal annars þetta jólatré sem er skreytt fallegum skilaboðum


