Í dag var skreytingadagur í Vallaskóla og mættu nemendur og starfsfólk mörg hver í einhverju rauðu eða jólalegu.
Stemningin var að vanda notaleg, föndur, skreytingar og jólatónlist. Inga og félagar í eldhúsinu bjuggu til heitt súkkulaði og buðu upp á smákökur fyrir alla sem vildu
Dagur íslenskrar tónlistar er einnig í dag og var hann haldinn hátíðlegur með samsöng nemenda yngra stigs í anddyri skólans þar sem þau sungu klassískt lag Olgu Guðrúnar Árnadóttur, „Það vantar spýtur“. Flutningurinn var frábær og verður frábær viðbót í tilraun til íslandsmets í samsöngi.