Skólaveturinn 2019 til 2020 er lögð aukin áhersla á sköpun á unglingastigi í Vallaskóla.
Nemendur fá þar tækifæri til að sýna enn betur sköpunarhæfileika sína. Skapandi hugur er nauðsynlegur í flestum greinum náms og vinnu, en kraftur sköpunar er mikilvægur bæði fyrir einstaklinga sem og samfélagið allt.
8. bekkurinn hefur sér tíma í töflu þar sem farið er í ýmis praktísk atriði eins og uppfinningar, nýsköpun, gerð veggspjalda, ljósmyndun, sjónvarpsauglýsingagerð þar sem farið er í handritgerð, söguborð, kvikmyndun, hljóð og fleira. Þar að auki munu nemendur hanna afurð
þar sem þeir fara í gegnum ferlið frá hugmynd að afurð. Takist ferlið vel ætti að vera auðveldara að fjöldaframleiða þessa tilteknu afurð.
Hjá 9. og 10. bekk fellur sköpun inní smiðjur og fléttast við verkefnin þar. Annað hvort samþætt við aðrar greinar eða sem sjálfstæð verkefni.
Meðal verkefna hjá 9. bekk eru m.a. myndrænn þakklætislisti, eins punkta fjarvíddarmynd af borg og sameiginlegt verk allra úr árgangnum þar sem hver og einn leggur sitt að mörkum.
Verk 10. bekkjar eru einnig fjölbreytt og má þar nefna listaverk þar sem DNA þráðurinn kemur fram, trúartákn sett fram á listrænan hátt, myndskreyttar sögur og fleira.
Það sem af er vetri hefur tekist vel til að virkja ímyndunarafl og listræna hæfileika flestra nemenda og greinilegt að áhugi marga á skapandi verkefnum hefur aukist.