Nesti
Foreldrar eru hvattir til að útbúa gott nesti fyrir börnin sín, t.d. smurt brauð og ávexti en láta kex, kökur eða önnur sætabrauð sitja á hakanum.
Gert er ráð fyrir að börnin drekki mjólk með nestinu sínu eða þá vatn. Mjólk er hægt að fá keypta í skólanum með því að sækja um slíkt í sama kerfi og þegar panta skal skólamáltíðir. Sama gildir um ávexti (svokallaða hressingu). Skoða leiðbeiningar um nesti hér.
Vegna bráðaofnæmis er skólinn hnetulaus.
Í skólanum eru nemendur sem eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum . Það er því MJÖG MIKILVÆGT að nemendur séu EKKI að koma með nesti sem inniheldur hnetur. Orkustangir eru stranglega bannaðar en þær innihalda yfirleitt mikið magn af hnetum. Við biðlum til ykkar að ræða við ykkar barn um hnetuofnæmi.