Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Útskriftarferð 10. árgangs
Í síðustu viku fór 10. árgangur í útskriftarferð sem þau hafa safnað fyrir í allan vetur. Um var að ræða tveggja daga ferð og gist var í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Ferðin heppnaðist í alla staði vel. Það sem krakkarnir […]
Læsi fyrir lífið – Sprotasjóður
Á vordögum fékk Vallaskóli úthlutað styrk úr Sprotasjóði að upphæð 2.000.000,- kr. en Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn og framhaldsskóla sem styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá. Sótt var um […]
Þrívíddarlist
Nokkrir nemendur á miðstigi hafa verið að vinna þrívíddar listaverk í vali hönnun og smíði. Hér gefur að líta nokkur af verkum þeirra.
Hjóladagur hjá 2. árgangi
Í síðustu viku var hjóladagur í 2. árgangi og mættu nemendur með reiðskjóta af ýmsum stærðum og gerðum. Þó veður hafi verið vott í upphafi rættist fljótt úr og aðstæður til hjólreiða urðu hinar ágætustu. Lögreglan sá um að setja […]
Gullin í grendinni
Í rúman áratug hafa tveir yngstu árgangar Vallaskóla verið í samstarfsverkefni með tveimur elstu árgöngum Álfheima sem ber heitið Gullin í grendinni. Markmið verkefnisins er að auka samvinnu og samskipti skólastiganna auk þess að ýta undir útikennslu. 1. árgangur hittir […]
Svíar í heimsókn
Í vikunni var hópur sænsks skólafólks, frá borginni Gävle, í heimsókn í Árborg. Þetta voru sérkennarar, náms- og starfsráðgjafar, skólahjúkrunarfræðingar, tómstundafulltrúar o.fl. sem voru að kynna sér hvernig hlutunum er háttað hér á landi þegar kemur að utanumhaldi um nemendur […]
Glæpasögur
Eitt að verkefnum sem nemendur í 9. bekk hafa verið að vinna á vor önninni er að lesa glæpasögur. Nemendur hafa svo unnið verkefni út frá lestri sínum. Eitt af þessum verkefnum leit dagsins ljós á vegg í unglingadeild. Myndirnar […]
Vímuefnafræðslan VELDU fyrir foreldra
Fyrir foreldra/forráðamenn ungmenna sem hafa fengið vímuefnafræðsluna VELDU frá Heilsulausnum. Einnig mælum við með því að starfsfólk sem sinnir ungmennunum fylgist með. Markmið: Fræða foreldra og starfsfólk um það sem ungmennin þeirra fengu fræðslu um. Hvetja foreldra til að taka samtalið […]
Góðviðri
Væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum að mikið góðviðri hefur glatt jafnt unga sem gamla. Nemendur okkar hafa nýtt veðrið vel og notið sólargeislanna.
Árshátíð miðstigs
Árshátíð miðstigs Vallaskóla var haldin fimmtudaginn 15. maí og hófst klukkan 17.00. Allir mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér og öðrum konunglega. Hver bekkur kom með eitt til tvö atriði við mikinn fögnuð skólafélaganna. Atriðin voru af ýmsum […]
Starfsdagur 9. maí og skertur dagur 12. maí
Föstudaginn 9. maí er starfsdagur í Vallaskóla og fellur því kennsla niður þann daginn. Mánudaginn 12. maí er skertur dagur vegna stöðufunda árganga og lýkur kennslu þann daginn kl. 10:30. Það þýðir að kl. 10:30 lýkur kennslu og nemendur í […]
