Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Skólastjóraþing í Vallaskóla
Fimmtudag og föstudag í síðustu viku funduðu skólastjórar og stjórnendur grunskóla alls staðar af á landinu í Vallaskóla. Hér hittust 380 stjórnendur og réðu ráðum sínum. Góður rómur var kveðinn af þingnu og miklu var áorkað. Tíundu bekkingar fengu það […]
Skertur dagur og starfsdagur
Fimmtudaginn 9. október er skertur skóladagur samkvæmt skóladagatali vegna haustþings Kennarafélags Suðurlands. Kennslu lýkur kl. 13:00. Föstudaginn 10. október er starfsdagur og ekkert skólastarf þess vegna. Starfsmenn Vallaskóla
Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna
Tilnefingar til íslensku menntaverðlauna hafa verið birtar á vef Stjórnarráðsins. Það gleður okkur mjög að verkefnið Gullin í grendinni hefur verið tilnefnt til verðlauna í flokknum þróunarverkefni. Gullin í grenndinni er samstarfsverkefni leikskólans Álfheima og Vallaskóla á Selfossi um nám […]
Foreldrafélag Vallaskóla
Aðalfundur Foreldrafélags Vallaskóla fór fram 18. september sl.. Á fundinum var kjörin ný stjórn. Er hún núna skipuð eftirfarandi einstkalingum: Formaður Ragnheiður Kristinsdóttir Varaformaður Bjarnheiður Böðvarsdóttir Gjaldkeri Júlíana Gústafsdóttir Eriksson Ritari Margrét Elín Ólafsdóttir Meðstjórnandi Lilja Írena H. Guðnadóttir Meðstjórandi Signý […]
Matseðill októbermánaðar
Matseðill októbermánaðar hefur verið opinberaður. Matseðillinn á PDF formati:
Pússað í blíðunni
Þessir nemendur voru að pússa hluti í smíði. Þeir gerðu sér lítið fyrir og settust í dyragættina og nutu blíðunnar á meðan.
Skertur dagur í Vallaskóla þriðjudaginn 23. september
Kæru forráðamenn nemenda Vallaskóla. Þriðjudaginn 23. september, er skertur dagur samkvæmt skóladagatali. Kennsla hættir kl. 10:30 og verða nemendur í 5.-10. árgangi sendir heim. Forráðamenn eru því beðnir um að gera ráðstafanir vegna þessa. Boðið verður upp á gæslu fyrir nemendur í 1.-4. […]
Ævar vísindamaður í heimsókn
Ævar vísindamaður heimsótti miðstig og las upp úr glænýrri bók sem er að koma út í byrjun október og vann barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í fyrra. Bókin heitir Skólastjórinn og fjallar um 12 ára gamlan strák sem sækir um stöðu skólastjórans í skólanum […]
Foreldrar kynna störfin sín í 10. árgangi
Nokkrir foreldrar nemenda í 10. árgangi komu og kynntu störfin sín fyrir krökkunum. Er þessar kynningar hluti af námi sem kallað er Skólabragur. Það sem kynnt var í dag var m.a. að vera hárgreiðslumeistari, fjölskylduráðgjafi, framkvæmdastjóri, bólstrari og kvikmyndagerðamaður. Góður […]
