Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Jólaskreytingar
Jólaskreytingar hafa verið að taka á sig mynd í skólanum okkar undanfarna daga. Má segja að það sé orðið jólalegt hjá okkur. Jólalögin hljóma um ganga, jólasokkar og jólapeystur hafa verið dregnar fram að ógleymdum jólahúfum. Nemendur geta verið stoltir af skreytingunum í ár.
Matseðill desember
Hér gefur að líta matseðil Vallaskóla mathússins í desember. Njótið vel. Hér er hægt að nálgast hann á PDF sniði Þægilegt til útprentunar ef vill: Hér tengill á matseðilssíðu Vallaskóla:
Vallaskóli sigurvegari Skjálftans
Lið Vallaskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði Skjálftann nú um helgina. Skjálftinn er hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi. Að þessu sinni fór hann fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn og var umgjörðin hin besta. Við erum stolt af ungmennunum okkar og […]
Fanney Hrund rithöfundur í heimsókn
Nemendur í 10. árgangi í Vallaskóla hafa verið í mjög áhugaverðum starfskynningum síðustu daga. Til að ljúka þeirri vinnu fengum við í Vallaskóla Fanney Hrund Hilmarsdóttur rithöfund í heimsókn en hún á að baki athyglisverðan starfsferil sem hún sagði nemendum […]
Skjálftinn
Kæru foreldrar og forsjáraðilar Okkur unga fólkinu þætti vænt um að þið fylgduð okkur á instagram SKJÁLFTINN:https://www.instagram.com/skjalftinn/ Í instagrami Skjálftans sýnum við frá ferlinu við að samsköpun listaverks sem sýnt verður á listahátíð Skjálftans 29.nóveber n.k. í Þorlákshöfn. Áfram listamenning […]
Bebras-áskorunin
Bebras-áskorunin er skemmtileg og fræðandi rök- og tölvuþrautakeppni fyrir nemendur á öllum aldri Nemendur í 5. árgangi Vallaskóla tóku þátt í Bebras áskoruninni í nóvember og náði 28% hópsins gullverðlaunum sem er afar vel gert, en í heildina ná 10% nemenda í hverjum […]
Skertur dagur
Kæru foreldrar og forráðamenn. Við minnum á að í dag er skertur dagur í Vallaskóla, kennslu lýkur kl. 10:30. Sjá nánar hérna: https://vallaskoli.is/skertur-dagur-26-november/
Skertur dagur 26. nóvember
Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda við Vallaskóla. Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 er skertur dagur, stöðufundir árganga skv. skóladagatali. Starfsmenn Vallaskóla forgangsraða deginum í þágu faglegra starfa. Kennarar nýta daginn í samvinnu, bæði árgangateyma sem og faggreinateyma. Hugað verður að stöðu námsmats, tengingu þess við kennslu, […]
Mini Kveiktu
Mini Kveiktu var haldin með miklum glæsibrag t í síðustu viku. Lið 6. MBG og 7 . KHM kepptu til úrslita. Keppnin var æsispennandi en lið 6. MBG stóð upp sem sigurvegari. Þessi keppni er góð æfing fyrir Kveiktu spurningarkeppnin […]
Starfskynningar í 10. bekk
Miðvikudaginn 19. nóvember fengu nemendur í 10. bekk frí frá hefðbundnu skólastarfi til að sækja starfskynningar. Starfskynningar hafa lengi verið eitt eftirminnilegasta verkefni grunnskólans, þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum á vettvangi. Þó að ýmsar upplýsingar […]
Bjarni Fritzson í heimsókn
Bjarni Fritzson rithöfundur heimsótti nemendur í 1.-6. bekk í tilefni af degi íslenskrar tungu sem var í gær. Las hann upp úr bókum sínum og spjallaði við nemendur. Afskaplega lífleg og skemmtileg stund.
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 16. nóvember en þar sem hann ber upp á sunnudegi í ár höldum við í Vallaskóla upp á hann mánudaginn 17. nóvember. Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kemur í heimsókn til okkar og […]
