Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Uppstigningadagur
Í dag, fimmtudaginn 29. maí, er uppstigningadagur. Því er frí hjá okkur í dag. Um uppstigningadag má m.a. lesa á Vísindavefnum hér.
Fréttabréf Skólaþjónustu Árborgar
Skólaþjónusta Árborgar gefur út fréttabréf í hverjum mánuði og nú er komið út 6. tölublað í fyrsta árgangi fréttablaðsins. Þar kennir ýmissa grasa auðvitað, og í blaðinu fáum við innsýn í það helsta sem er að gerast í skólastarfi Árborgar […]
Lokagrill í féló fyrir 5.-7. bekk
Lokagrill 10 – 12 ára í Zelsíuz ! Fimmtudaginn 22. maí verður síðasti opnunardagur 10 – 12 ára fyrir sumarfrí! Á dagskránni stóð bíóferð, en við höfum ákveðið að slá því saman við grill. Boðið verður því upp á pulsur […]
Þórsmörk og 7. bekkur
Nemendur í 7. bekk fara í skólaferðalag í dag, 22. maí, í Þórsmörk. Krakkarnir munu koma heim seinni partinn föstudaginn 23. maí.
Foreldrabréf að vori
Síðustu dagar vorsins eru nú óðum að ganga yfir. Út eru komin tvö foreldrabréf sem greina nánar frá prófatímabili og vordögum.
Sumarvistun á Bifröst
Frá skólavistun: Óski foreldrar eftir vistun fyrir barnið sitt í júní og/eða í ágúst fram að skólabyrjun 22. ágúst, þarf að sækja um það sérstaklega fyrir 20. maí.
