Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Æfingar fyrir litlu-jólin

16. desember 2014

  Æfingar standa nú yfir hjá öllum bekkjum fyrir skemmtanir sem verða á litlu-jólunum 18. og 19. desember. Nemendur 7. bekkjar æfðu af miklum móð uppsetningu á Jólasveinavísum í dag.   Fleiri myndir á Facebook-síðu Vallaskóla.

Judo

15. desember 2014

Ekki alls fyrir löngu fengu nemendur í 3.-7. bekk kynningu á Judo- sjálfsvarnaríþróttinni. Var það einn af íþróttakennurum skólans, Einar Ottó, sem hafði veg og vanda af kynningunni. Nemendur sýndu þessari fornu sjálfsvarnarlist mikinn áhuga og þótti gaman að fá […]

Litlu-jólin

12. desember 2014

Skipulag Litlu-jólanna í Vallaskóla er eftirfarandi:   1. og 2. bekkur föstudaginn 19. desember kl. 8:30 – 10:00 3. og 4. bekkur föstudaginn 19. desember kl. 10:30 – 12:00 5. og 6. bekkur fimmtudaginn 18. desember kl. 17:00 – 18:20 […]

Kertasund

12. desember 2014

  Nemendur hafa verið að þreyta kertasund síðustu daga. Það getur reynst þrautin þyngri að synda með kerti yfir laugina án þess að á því slokkni. Nemendur eru samt furðu lunknir við þetta og hafa gaman af.   Nokkrar myndir gefur […]

Gunnar Helgason í heimsókn

8. desember 2014

Í dag heimsótti Gunnar Helgason rithöfundur nemendur 3.-7. bekkjar. Las hann upp úr nýútkominni bók sinni. Hlustað var af mikilli athyggli og voru allir hinir ánægðustu.   Myndir á Facebook-síðu Vallaskóla.

Vasaljósaferð 1. bekkjar

4. desember 2014

Í gær stóðu tenglarnir í 1. bekk fyrir vasaljósaferð í hellinn í Hellisskógi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Svo var sungið og það varð til þess að jólasveinarnir í Ingólfsfjalli runnu á hljóðið. Þeir komu og heimsóttu okkur […]

Matseðill desembermánaðar

1. desember 2014

Nú er hægt að skoða á vef skólans hvað boðið er upp í mötuneyti skólans í jólamánuðinum.   Sjá: Matseðill desembermánaðar.

Matseðill nóvembermánaðar

30. nóvember 2014

Skreitingadagur

28. nóvember 2014

Í dag munu nemendur skólans klæða hann í jólabúning.

Skreytingadagur

28. nóvember 2014

Skólinn okkar var skreyttur í dag. Krakkarnir voru duglegir og margar fallegar skreytingar litu dagsins ljós. Allir fengu súkkulaði og smákökur og að sjálfsögðu ómuðu jólalög um allt. Afar gleðilegur dagur.   Myndir er hægt að skoða Fésbókar-síðu Vallaskóla.

Árshátíð unglingadeildar

27. nóvember 2014

Vetrarönn hefst.

19. nóvember 2014