Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Hrekkjavaka

30. október 2024

Skólinn okkar hefur verið skreyttur í hrekkjuvökustíl. Nemendur hafa verið duglegir að skella upp allskonar myndum og skreytingum sem tengjast deginum. Á morgun verður uppbrot fyrir nemendur í tengslum við þessa skemmtilegur hefð.

Nemendur í 1. bekk fá afhent endurskinsvesti

29. október 2024

Foreldrafélag Vallaskóla afhenti börnum í 1. bekk endurskinsvesti með nöfnum þeirra á. Lögreglumenn frá Samfélagslöggu Suðurlands komu í skólann þegar nemendur fengu vestin afhend og fóru yfir hversu mikilvægt það er að sjást vel í umferðinni.

Bleikur dagur

22. október 2024

Næstkomandi miðvikudag, 23. október verður bleikur dagur í Vallaskóla eins og alls staðar annar staðar á landinu.

Slæmi hárdagurinn

16. október 2024

Slæmi hárdagurinn vakti mikla gleði í dag. Nemendur sýndu mikinn frumleika við hárgreiðslur. Myndasafnið sem fylgir sýnir nokkur dæmi.

Hárdagurinn slæmi

15. október 2024

Á morgun miðvikudaginn 16. október ætlum við nemendur og starfsfólk að bregða á leik og eiga slæman hárdag.

Haustfrí

15. október 2024

Fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. október er haustfrí í Vallaskóla.

Ferð í Stokkseyrarfjöru hjá 3. árgangi

11. október 2024

Þriðji árgangur fór í fjöruferð í Stokkseyrarfjöru á vegum tengla þriðjudaginn 8. október. Í skólastofunni erum við að vinna þemaverkefni um hafið og var ferðin skipulögð með það í huga. Ferðin heppnaðist vel og þátttakan var nokkuð góð.

Tími endurskinsmerkjanna er runninn upp

9. október 2024

Forvarnardagurinn

1. október 2024

Aðalfundur foreldrafélags Vallaskóla

30. september 2024

Aðalfundur foreldrafélags Vallaskóla verður mánudaginn 30. sept. kl: 20:00 í stofu 19. Hægt verður að ganga inn innganginn sem snýr að Engjaveg. Vonumst við til að sjá sem flesta foreldra koma og sýna foreldrafélaginu og skólastarfi samstöðu og áhuga. Dagskrá […]

Haustþing Kennarafélags Suðurlands

24. september 2024

Haustþing Kennarafélags Suðurland fer fram dagana 26. til 27. september. Af þeim sökum lýkur skólastarfi kl. 13:00 fimmtudaginn 26. september og ekkert skólastarf verður föstudaginn 27. september.

Menntastefna Sveitarfélagsins Árborgar til 2030

17. september 2024

Hægt er að kynna sér menntastefnu Sveitarfélagsins Áborgar til ársins 2030 á vef þess. Menntastefnan byggir á þremur leiðarljósum sem eiga að einkenna allt starf með börnum og unglingum í Árborg. Leiðarljósin: Farsæld í fyrirrúmi, Fjölbreytileiki og Faglegt lærdómssamfélag eru lykillinn að því gæða starfi […]