Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Dagur íslenskrar tungu
Mánudaginn 16.nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Vallaskóla. Eldri borgarar komu í heimsókn og lásu fyrir nemendur 1. – 6. bekkjar. Síðan komu þau aftur til okkar dagana 17. – 18. nóv.og aðstoðuðu við lestrarátak skólans þar sem …
Dagur íslenskrar tungu Read More »
Lesa Meira>>Skoðuðu litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi
Hópar úr leikrænni tjáningu fóru ásamt kennnara að skoða Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi. Þar fengu nemendur að skoða á bakvið tjöldin og fengu að upplifa og fræðast um starf leikhúsins. Við viljum þakka Friðjóni Ella fyrir frábærar móttökur …
Skoðuðu litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi Read More »
Lesa Meira>>Annaskipti í nóvember
Fimmtudaginn 19. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Nemendur eru þá í fríi. Föstudaginn 20. nóvember er foreldradagur. Nemendur og forráðamenn þeirra koma þá til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir námsmat, námslega stöðu og líðan. Mætt er skv. viðtalsyfirliti umsjónarkennara.
Lesa Meira>>Af hverju þarf ég að lesa?
Haldið fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Dagskrá 17:30 – Gylfi Jón Gylfason: Læsisátak stjórnvalda 17:50 – Margrét Tryggvadóttir: Skipta barnabækur máli? 18:10 – Gerður Kristný: „Bækur breyta heiminum“. 18:30 – Hlé
Lesa Meira>>Matseðill mánaðarins – nóvember
Nýr matseðill fyrir nóvember er komin inná heimasíðuna en hann má sjá hérna.
Lesa Meira>>Hundur í óskilum í einum af Bókabæjunum austanfjalls – Selfossi
Höfundamiðstöð RSÍ býður upp á metnaðarfulla bókmenntadagskrá fyrir grunnskóla landsins í ár. Það var hljómsveitin Hundar í óskilum (Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson) sem buðu að þessu sinni nemendum í 7.-10. bekk í Vallaskóla upp á Halldór Laxness á hundavaði.
Lesa Meira>>Bangsadagurinn
Alþjóðlegi bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Vallaskóla þriðjudaginn 27.október. Nemendur yngrideildar mættu í náttfötum í skólann og skóladeginum lauk með bangsadiskói í íþróttasal skólans. Þar sem nemendur dönsuðu dansa sem þau hafa lært undir stjórn íþróttakennara.
Lesa Meira>>Áhugaverður fyrirlestur um einhverfu og skipulagða kennslu
Svanhildur Svavarsdóttir, talmeinafræðingur, sérkennari og boðskiptafræðingur, var með afar áhugaverðan fyrirlestur um einhverfu og skipulagða kennslu í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 21. október 2015. Í fyrirlestrinum lagði hún m.a. áherslu á mikilvægi þess að nota sjónrænt skipulag í öllum aðstæðum.
Lesa Meira>>Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi
Sveitarfélagið Árborg ætlar að byrja með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi þar sem fjölskyldan getur mætt og leikið sér saman. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 25. október nk. en allir tímarnir verða frá kl. 12:30 – 14:00.
Lesa Meira>>