Skóli hefst aftur þriðjudaginn 6. apríl að loknu páskaleyfi

Kæru fjölskyldur (sama bréf er sent til forráðamanna í Mentor).
(Bréfið er þýtt á pólsku og ensku).

Komiði öll sæl og blessuð.

Í þessu bréfi fjöllum við um tvö atriði:

1.    Breyttar sóttvarnaaðgerðir frá 1. apríl 2021 til og með 15. apríl 2021 vegna C-19 skv. reglugerð https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar_hreint%20lokaskjal.pdf

2.    Mæting eftir páskaleyfi.

Nánar:

1.    Breyttar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Þær fela í sér m.a. að grunnskólar opna aftur eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum. Takmarkanirnar snúa fyrst og fremst að starfsfólki skólans þar sem 2 m fjarlægðarregla verður tekin upp aftur, aukin grímuskylda starfsfólks og aðeins mega 20 starfsmenn vera samankomnir í rými. Foreldrar og aðrir utanaaðkomandi eru sem fyrr beðnir um að koma ekki í skólabyggingar að nauðsynjalausu.

Sem fyrr eru allir nemendur undanþegnir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum.

2.    Í samráði við skólayfirvöld Árborgar eiga nemendur að mæta í skólann eftir páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl 2021 skv. stundaskrá. Fylgist þó með tölvupósti ef eitthvað skyldi nú breytast á síðustu stundu.

Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.

Kær páskakveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.


The English version.

Vallaskóli 31.3.2021

Hello everyone!

In this letter we will discuss two topics:

1.    The changes of disease control regulation from the first of April 2021 to the 15th of April 2021. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar_hreint%20lokaskjal.pdf 
2.    Returning to school after Easter holidays.

Further:

1. Do to stricter country wide disease control regulations that will take effect on midnight tonight. These changes affect all compulsory schools (grunnskóli) in that regard they will open again after Easter holidays with some restrictions. These restrictions are mostly directed at the school staff, the 2 m social distancing rule will be readopted, the wearing of mask is obligatory and only 20 staff members may be in a single space at the same time. Parents and other non staff individuals are asked not to enter school buildings unless necessary.
As far as the students they are not obliged to wear masks or to observe 2 m distance rule.

2. In accordance to the decision of the school authorities in Árborg all students are expected to attend school after the Easter holidays from the Tuesday the 6th of April 2021, according to schedule. Please check your e-mail if there are last minutes changes.

And as always:

Stay safe and adhere to disease control advice and remember that we are all civil protection.

Happy Easter.

The staff of Vallaskóli.