Skólavistun Vallaskóla
Selfossi 15. maí 2014
Kæru foreldrar/forráðamenn.
Nú þegar daginn er farið að lengja og gróðurinn farinn að taka við sér förum við á Skólavistun einnig að búa okkur undir sumarið. Hér eru nokkur atriði sem huga þarf að:
Skólalok
Síðasti skóladagurinn í Vallaskóla verður miðvikudaginn 4. júní. Starfsdagur er síðan í Vallaskóla 5. júní og svo fara skólaslit fram fimmtudaginn 6. júní. Nemendur mæta þá aðeins í stutta stund vegna skólaslitanna.
Þeir foreldrar sem ætla að láta börn sín hætta á skólavistun um þetta leyti, eru vinsamlegast beðnir að skrá það og skila inn fyrir 20. maí.
Sumarvistun
Óski foreldrar eftir vistun fyrir barnið sitt í júní og/eða í ágúst fram að skólabyrjun 22. ágúst, þarf að sækja um það sérstaklega fyrir 20. maí.
Frá og með 5. júní verður opið hjá okkur á Skólavistun frá kl. 7:45 – 17:00.
Viljum við biðja þá foreldra sem ætla að nýta sér vistun í júní og/eða ágúst að skrá inn á meðfylgjandi blað þann tíma sem barnið á að vera.
Veturinn 2014 -2015
Gert er ráð fyrir að þeir sem hafa hug á því að nýta skólavistun á næsta skólaári hafi nú þegar skilað inn umsóknum. Ef einhver hefur gleymt sér þarf sá hinn sami að skila inn umsókn sem allra fyrst.
Lokað
Vegna sumarleyfa verður Skólavistun Vallaskóla lokuð frá og með 20. júní, og opnar aftur miðvikudaginn 6. ágúst kl. 7:45.
Óskilafatnaður
Vinsamlegast athugið hvort hér leynist ekki eitthvað sem þið eigið, ósóttur fatnaður verður gefinn til Rauða krossins um miðjan júní.
Með þakklæti fyrir gott samstarf í vetur
og ósk um ánægjulegt sumar,
starfsfólk Skólavistunar.