Fimmtudaginn 19. janúar verður Skólaþing Vallaskóla haldið, bæði þing nemenda og foreldra. Á skólaþinginu fá allir tækifæri til að koma hugmyndum sínum og skoðunum um skólann á framfæri.
Nemendaþingið fer fram frá kl 10:30-12:40. Kennsla fellur niður að þingi loknu.
Foreldraþingið fer fram kl. 19:00. Þá mæta foreldar á skólaþing og taka þátt í samskonar vinnu og nemendur.
Skólaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á starfi skólans og vilja hafa áhrif á framgang mála.
Fyrirkomulag þingsins verður í anda Þjóðfundarins sem haldinn var árið 2010 í Laugardagshöll.