Fimmtudag og föstudag í síðustu viku funduðu skólastjórar og stjórnendur grunskóla alls staðar af á landinu í Vallaskóla. Hér hittust 380 stjórnendur og réðu ráðum sínum. Góður rómur var kveðinn af þingnu og miklu var áorkað.
Tíundu bekkingar fengu það verkefni í fjáröflunuarskyni fyrir útskriftarferð næsta vors að hjálpa til við undirbúninginn. Fólst það m.a. í leggja teppaflísar á gólf íþróttahússins, raða upp borðum og stólum. Jafnframt hengdu þau upp tjöld á innveggi íþróttahússins. Þegar þinginu var svo lokið hjálpuðu tíundu bekkinganir til við tiltek. Gekk þetta alla vel og var mikil ánægja með vinnuframlag þeirra.