Skólaslit vorið 2011

Nú er níunda starfsári Vallaskóla að ljúka og 3. júní voru útskrifaðir nemendur í þremur bekkjardeildum. 6. júní voru svo skólaslit í 1.-9. bekk. Hægt er að nálgast myndir frá athöfnunum undir ,,Myndefni”.


Skólaslit í 10. bekk fóru fram föstudaginn 3. júní kl. 18.00 í íþróttasal Vallaskóla að Sólvöllum. Þetta er mikil hátíðarstund. Nemendur og gestir voru mættir í sínu fínasta pússi. Þess má geta að einn nemandi útskrifaðist úr 9. bekk að þessu sinni en það er hún Árný Oddbjörg Oddsdóttir í 9. KH. Einnig voru mættir til útskriftar fjórir nemendur í 10. bekk sem útskrifuðust um áramótin sl., þau Esther Hallsdóttir, Gunnar Páll Júlíusson, Gunnhildur Gísladóttir og Harpa Almarsdóttir.

Aðstoðarskólastjóri, Einar Guðmundsson, setti hátíðina og því næst ávarpaði Guðbjartur Ólason skólastjóri samkomuna. Í ár voru þrír starfsmenn kvaddir við starfslok, þar af tveir á hátíðinni sjálfri. Það eru þær Sigrún Ásgeirsdóttir kennari og fyrrverandi deildarstjóri og Guðrún Jónsdóttir kennari, en einnig lét af störfum Helga Bjarnadóttir starfsmaður á kaffistofu starfsmanna á Sólvöllum.

Yngri nemendur fluttu tónlistarkveðju en það voru Bergrós Ásgeirsdóttir og Ívar Óli Sigurðsson í 8. bekk sem fluttu sitt hvora kveðjuna. Bergrós lék lagið Humoresque eftir Dvorák á fiðlu og Ívar lék frumsamið lag á víólu. Tvö tónlistaratriði voru flutt af nemendum í 10. bekk. Fannar Pálsson og Hákon Gíslason léku frumsamið lag á gítar og þær Margrét Rún Símonardóttir, Bergþóra Rúnarsdóttir og Iðunn Rúnarsdóttir léku lag á víólu, klarinett og fiðlu.

Hanna Lára Gunnarsdóttir flutti fallega kveðju frá kennurum til nemendahópsins og Daldís Perla Magnúsdóttir, formaður Nemendafélags Vallaskóla (NEVA), flutti ávarp og þakkir fyrir hönd útskriftarnema og nemendafélagsins.

Eftir útskrift og afhendingu viðurkenninga var tekin hópljósmynd af öllum útskriftarhópnum og því næst var boðið í kaffi. Veitingarnar voru að venju glæsilegar en kaffisamsætið er í boði foreldra útskriftarnema í samstarfi við mötuneyti Vallaskóla. Gestir og gangandi gátu einnig virt fyrir sér ljósmyndir úr skólaferðalagi 10. bekkinga í anddyri Sólvalla, en strax eftir vorprófin skelltu þau sér í Skagafjörðinn.

Hátíðinni lauk rétt eftir kl. 20.00.
Starfsfólk Vallaskóla óskar öllum útskriftarnemendum, foreldrum og forráðamönnum þeirra, innilega til hamingju með áfangann og alls hins besta í framtíðinni!


Viðurkenningar
Það var myndarlegur hópurinn sem hlaut viðurkenningar fyrir góðan árgangur. Og margir í hópnum hefðu hæglega getað fengið fleiri en ein verðlaun, svo vel stóðu þau sig, en stefna skólans er að dreifa viðurkenningum sem mest þannig að hægt sé að heiðra sem flesta sem virkilega hafa unnið til þess. Valið var erfitt.

Þeir sem hlutu viðurkenningar fyrir góðan árangur á grunnskólaprófi við lok 10. bekkjar eru:

Bergþóra Rúnarsdóttir 10. HLG.
Gerður Ósk Ævarsdóttir 10. RS.
Jón Snorri Jóhannsson 10. RS.
Gíslína Skúladóttir 10. DS.
Iðunn Rúnarsdóttir 10. HLG.
Sigríður Óladóttir 10. HLG.
Marín Laufey Davíðsdóttir 10. HLG.
Karen Kristjánsdóttir 10. RS.
Guðbjörg Líf Óskarsdóttir. 10. RS.
Katarzyna Anna Kakol 10. RS.
Sigrún Jónsdóttir 10. HLG.
Sigurmundur Róbertsson 10. RS.
Þórður Sindri K. Ólafsson 10. DS.
Rebekka Þórný Gottskálksdóttir 10. DS.
Bergsteinn Sigurðarson 10. RS.
Aron Freyr Sveinbjörnsson 10. DS.
Bryndís Brá Guðmundsdóttir 10. DS.
Hrólfur Laugdal Árnason 10. RS.
Jón Ingibergur Guðmundsson 10. DS.

Heildarárangur
Viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur á grunnskólaprófi 2010-2011 hlaut Iðunn Rúnarsdóttir 10. HLG.